Telma stýrir FVH

Telma Eir Aðalsteinsdóttir.
Telma Eir Aðalsteinsdóttir.

Telma Eir Aðalsteinsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Félags viðskipta- og hagfræðinga (FVH).

Telma hefur víðtæka reynslu af markaðsmálum, verkefna- og vörustjórnun, samkvæmt fréttatilkynningu.

Hún starfaði síðast hjá VÍS sem vörustjóri en þar áður sem vörustjóri hjá Póstinum og verkefnastjóri hjá Já. Telma stundar MBA-nám við Háskóla Íslands og er með BA-próf frá Háskólanum á Bifröst í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði. Eiginmaður Telmu er Eyþór Mar Halldórsson og eiga þau einn son.

FVH er fagfélag háskólamenntaðs fólks í viðskipta- og hagfræði. Félagið styður við sérfræðinga á þessu sviði með reglulegum fræðslufundum með áherslu á málefni líðandi stundar, endurmenntun og eflingu tengslanets. FVH stendur einnig fyrir kjarakönnun meðal viðskipta- og hagfræðinga ásamt því að gefa út tímaritið Hag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK