Icelandair lækkar eftir fréttir næturinnar

Bréf Icelandair lækkuðu í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni í dag.
Bréf Icelandair lækkuðu í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni í dag.

Hlutabréf í Icelandair hafa lækkað um tæplega 3% við upphaf viðskipta í Kauphöllinni í dag. Standa bréf félagsins nú í 8,22 krónum á hlut.

Samtals hafa átt sér stað viðskipti með bréf félagsins fyrir um 26 milljónir króna.

Í gær upplýsti bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing að ekki sé búist við því að flugmálayfirvöld muni samþykkja 737 MAX-vélar félagsins fyrr en í júní eða júlí. Í kjölfarið sendi Icelandair frá sér tilkynningu eftir miðnætti í nótt og tilkynnti að ekki sé gert ráð fyrir að MAX-vélar Icelandair verði komnar í rekstur í sumar.

Jafnframt kom fram að gert sé ráð fyrir að áframhaldandi kyrrsetning muni ekki hafa jafn mikil fjárhagsleg áhrif og á síðasta ári, þar sem félagið hafi leigt inn Boeing 737-800-vélar og haldið 757-vélum lengur í flotanum. Þá sé fyrirvarinn nú lengri en í fyrra og félagið hafi skipulagt reksturinn með þessa sviðsmynd í huga.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK