Valli Sport orðinn eggjabóndi

Valli Sport með eina af hænunum 400.
Valli Sport með eina af hænunum 400.

Valli Sport, sem hefur á seinni árum einkum sinnt markaðs- og auglýsingamálum, og getið sér gott orð fyrir, hefur nú fært út kvíarnar og opnað eggjabú í Hrísey. Eru fyrstu eggin væntanleg í verslunina Fjarðarkaup í Hafnarfirði í næstu viku. „Fjarðarkaup kaupa meira og minna allt sem við getum framleitt næstu tvö árin,“ segir Valgeir í samtali við ViðskiptaMoggann.

Norðanmenn geta einnig fengið að bragða eggin, en þau verða seld í Hrísey og hugsanlega í einni lítilli búð á Akureyri, eins og Valli orðar það.

Fimm ára gömul hugmynd

Hann segir aðspurður að hugmyndin hafi fæðst fyrir fimm árum, hjá honum og félaga hans Kristni Árnasyni, sem búsettur er í eynni. Valli á einnig hús í Hrísey. „Þetta fór svo af stað fyrir alvöru fyrir tveimur árum.“

Umbúðirnar eru nýstárlegar.
Umbúðirnar eru nýstárlegar.

Eggjabúið er að mestu sjálfvirkt, en þegar allt er komið í fullan gang þarf eitt og hálft stöðugildi við búið, að sögn Valla. Sjálfur heldur hann áfram sínum störfum sunnan heiða en heldur utan um allt er snýr að sölu- og markaðsmálum.

400 hænur eru nú í búinu. „Landsnámshænan verpir ekki eins ört og iðnaðarhæna. Við gerum því ráð fyrir svona 220-250 eggjum á dag. Við stefnum á að verða með 1.200 hænur eftir tvö ár, og framleiða þá 7-800 egg á dag.“

Hægt er að lesa meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK