Vírus veldur usla á mörkuðum

AFP

Allar helstu hlutabréfavísitölur Evrópu og Asíu hafa lækkað mikið vegna hræðslu fjárfesta um áhrif kórónaveirunnar. Umrædd veira veldur alvarlegri sýkingu í lungum og eru yfir 80 manns látnir og hátt í þrjú þúsund sýktir.

Í Tókýó lækkaði Nikkei-vísitalan um rúm 2% í dag og í London hefur FTSE 100-vísitalan lækkað um 1,6%. 

DAX 30-vísitalan hefur lækkað um 1,7% í Frankfurt og CAC 40-vísitalan hefur lækkað um 1,6% í París. 

Sérfræðingur hjá Ava Trade, Naeem Aslam, segir að fjárfestar í Evrópu hafi mikla áhyggjur af fjölda þeirra sem eru látnir og hversu margir séu sýktir af veirunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK