Airbus greiðir 500 milljarða í dómsátt

Rannsókn hófst fyrir fjórum árum og snúa málin að því …
Rannsókn hófst fyrir fjórum árum og snúa málin að því að sala á flugvélum fyrirtækisins hafi farið fram í gegnum milliliði og átti að fara fyrir dóm í þremur löndum í lok þessa mánaðar. AFP

Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus hefur samþykkt að greiða frönskum, breskum og bandarískum yfirvöldum 3,6 milljarða evra, eða sem nemur hátt í 500 milljörðum króna, í dómsátt vegna ásakana um fjársvik, spillingu og mútur. 

Rannsókn hófst fyrir fjórum árum og snúa málin að því að sala á flugvélum fyrirtækisins hafi farið fram í gegnum milliliði og átti að fara fyrir dóm í löndunum þremur í lok þessa mánaðar. 

Frá því rannsóknin hófst hefur Airbus hætt að styðjast við milliliði við sölu flugvéla. Auk þess lét forstjóri Airbus, Tom Enders, af störfum í fyrra og ný stjórn er tekin við með breyttum áherslum. Enders sætti mikilli gagnrýni sem sneri að því hvernig hann tók á ásökunum um spillingu og mútur hjá Airbus. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK