Coripharma semur við Midas Pharma

Bjarni K. Þorvarðarson, forstjóri Coripharma.
Bjarni K. Þorvarðarson, forstjóri Coripharma. Ljósmynd/Aðsend

Coripharma og Midas Pharma GmbH hafa undirritað samning um samvinnu við framleiðslu og markaðssetningu á lyfjum til þriðja aðila. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

„Með samvinnunni geta fyrirtækin nú boðið viðskiptavinum sínum samhæfðar lausnir sem auka skilvirkni í framleiðslu og markaðssetningu á lyfjum sem þegar eru í sölu. Þá opnar samningurinn möguleika á frekara samstarfi, meðal annars á sviði lyfjaþróunar. Vinna við eitt slíkt samstarfsverkefni þegar hafin,“ samkvæmt tilkynningu.

Midas Pharma sérhæfir sig í verkefnastjórnun fyrir önnur lyfjafyrirtæki en Coripharma er íslenskt lyfjafyrirtæki stofnað af fyrrverandi starfsmönnum Actavis og fjárfestum sem keyptu lyfjaverksmiðju Actavis í Hafnarfirði 2018 og lyfjaþróun Actavis í Hafnarfirði í maí 2019. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK