WOW World gefur í skyn stóra hluti

Flugvél WOW air.
Flugvél WOW air. mbl.is/​Hari

„Það er ágætisgangur á þessum undirbúningi. Hann hefur hins vegar tekið lengri tíma en við héldum,“ segir Gunnar Steinn Pálsson, almannatengill og talsmaður Michelle Edwards, eiganda nýja WOW air.

„Við trúum því að tíminn fram að því að við byrjum að fljúga mælist að minnsta kosti í vikum frekar en mánuðum.“

Fyrir viku hafði mbl.is eftir heimildum sínum að nýja WOW air færi í loftið um miðjan mars. Samkvæmt upphaflegum áætlunum átti flugfélagið að hefja rekstur í október í fyrra.

Í kvöld mátti sjá nýja tilkynningu frá flugfélaginu á Facebook þar sem talað var um WOW World. Spurður hvað í því felst segir Gunnar Steinn: „Þetta hugtak WOW World sem hefur sést í netheimum síðustu vikurnar er ákveðin vísbending um að það er verið að hugsa stórt og menn ætla sér stóra hluti,“ útskýrir hann en vill annars ekkert tjá sig um einstök atriði í undirbúningsferlinu.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK