Grípa þarf til aðgerða

Sigurður Hannesson.
Sigurður Hannesson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, skorar á Seðlabankann og ríkisstjórnina að gera meira til að örva hagkerfið. Það standi á krossgötum. Án aðgerða muni verðmætasköpunin staðna og það koma niður á lífskjörum.

„Af hverju segi ég þá að það séu óveðursský. Það er vegna þess að eins og staðan er í dag gætum við verið að sigla inn í langt tímabil lítils hagvaxtar,“ segir Sigurður um stöðuna í hagkerfinu. Skilaboðin frá félagsmönnum SI séu skýr: rekstrarskilyrðin eru krefjandi og fyrirtækin leita allra leiða til að hagræða. Þar með talið með því að segja upp starfsfólki.

Ólíkt fyrri niðursveiflum hafi krónan ekki gefið eftir og þannig styrkt samkeppnishæfni landsins. Þvert á móti fari aðlögunin nú fram í gegnum aukið atvinnuleysi. Til að vinna gegn þeirri þróun þurfi Seðlabankinn og ríkissjóður að grípa til aðgerða. Aðhaldið sé of mikið.

Þá telur Sigurður í samtali í ViðskiptaMogganum í dag að raforkuverð sé farið að skerða samkeppnishæfni íslensks iðnaðar. Telur hann raunhæfar líkur á að einhver stórnotenda raforku hætti starfsemi á næstu árum. Álverin séu þar stórir notendur. Með þetta í huga sé rétt að endurmeta stefnu Landsvirkjunar. Horfa þurfi á alla virðiskeðjuna.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK