Orkuveita Reykjavíkur og Samkaup verðlaunuð

Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Ásdís Eir Símonardóttir, mannauðssérfræðingur …
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Ásdís Eir Símonardóttir, mannauðssérfræðingur hjá OR, Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Ljósmynd/Aðsend

Menntaverðlaun atvinnulífsins voru veitt í dag fyrirtækjum sem skara fram úr í fræðslu- og menntamálum. Orkuveita Reykjavíkur er Menntafyrirtæki ársins og Samkaup Menntasproti ársins.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, afhentu verðlaunin á Menntadegi atvinnulífsins sem fram fór í Hörpu, að því er segir í tilkynningu.

„Orkuveita Reykjavíkur rekur mikilvæga innviði samfélagsins í orkuframleiðslu og veitustarfsemi. Fyrirtækið sér þremur af hverjum fjórum Íslendingum fyrir rafmagni, heitu og köldu vatni ásamt því að annast fráveitu og gagnaflutning. Rík og löng hefð er fyrir gróskumiklu fræðslu- og símenntunarstarfi í fyrirtækinu til að mæta áskorunum nýrrar tækni og breytingum á störfum,“ segir í tilkynningunni.

Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri …
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa, Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa, og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Ljósmynd/Aðsend

„Samkaup er Menntasproti atvinnulífsins árið 2020. Mikil áskorun er fólgin í rekstri 60 verslana með tæplega 1.300 starfsmönnum um land allt undir fjölmörgum vörumerkjum og þjónustuleiðum. Yfirstjórn Samkaupa tók ákvörðun um að sérstök áhersla á fræðslu- og menntamál væri einn lykilþátta góðs rekstrar. Sett eru fram skýr markmið þar sem áhersla er lögð á hæfni og færni starfsfólks á öllum sviðum rekstrarins. Leiðarljósið er starfsánægja, jákvætt viðhorf og gott orðspor jafnt fyrir nýtt starfs­fólk og viðskiptavini félagsins.“

Menntadagurinn er árlegur viðburður en að þessu sinni var fjallað um sköpun í ýmsum myndum. Að deginum standa Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK