Reðasafnið fer undir H&M — flytur í mars

Núverandi húsnæði Reðasafnsins er í eigu Regins. Nú er óskað …
Núverandi húsnæði Reðasafnsins er í eigu Regins. Nú er óskað eftir tilboðum í það og safnið fer niður á Hafnartorgið nýja, í kjallara undir sænsku tískuvöruversluninni H&M.

Hið íslenzka reðasafn, sem verið hefur til húsa við Laugaveg 116 undanfarin ár, er að flytja í Hafnartorg, nánar tiltekið í kjallara undir H&M. Þetta segir Hjörtur Gísli Sigurðsson, reðurfræðingur og forstöðumaður safnsins, í samtali við mbl.is.

Blaðamaður hringdi eftir að hafa rekið augun í fasteignaauglýsingu fyrir Laugaveg 116 og spurði hvort reðasafnið væri nokkuð að hætta starfsemi.

„Nei, nei, nei,“ var svarið sem Hjörtur gaf.

„Það er kjallari þar sem Reginn á líka, við höldum áfram að leigja af þeim. Við erum að stækka helling, nærri því þrefalt í fermetrum,“ segir Hjörtur.

Hingað flytur Reðasafnið innan skamms.
Hingað flytur Reðasafnið innan skamms. mbl.is/Árni Sæberg

Stefnt er að því að flytja safnið í mars. „Það er verið að standsetja allt og svona, leggja lokahönd á hlutina. Það verður gaman að flytja í glænýtt, við ætlum að bjóða upp á alls konar í viðbót, kaffiveitingar og miklu betri aðstöðu náttúrulega,“ segir forstöðumaðurinn.

Reginn óskar eftir tilboðum í núverandi húsnæði safnsins, en það er 590 fermetrar og skiptist í 250 fermetra verslunarhúsnæði á jarðhæð með stórum gluggum og 340 fermetra kjallara.

Sigurður Hjartarson, stofnandi Reðasafnsins, og Hjört­ur Gísli Sig­urðsson, sonur hans …
Sigurður Hjartarson, stofnandi Reðasafnsins, og Hjört­ur Gísli Sig­urðsson, sonur hans og forstöðumaður þess nú, til hægri. mbl.is/HAG
mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK