Dregið hefur úr skorti á íbúðum

Sigrún Ásta Magnúsdóttir, forstöðumaður nýsköpunar hjá HMS.
Sigrún Ásta Magnúsdóttir, forstöðumaður nýsköpunar hjá HMS.

Sigrún Ásta Magnúsdóttir, forstöðumaður nýsköpunar hjá HMS, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, segir hafa dregið úr óuppfylltri íbúðaþörf á höfuðborgarsvæðinu.

Nokkrir þættir hafi áhrif á eftirspurn eftir húsnæði. Þar á meðal fólksfjölgun, breytt fjölskyldusamsetning, fjölgun eldra fólks, aðflutningur erlends vinnuafls og eftirspurn ferðamanna eftir íbúðum.

Horft til lýðfræðilegra þátta

„Við greinum eftirspurnina með reglubundnum hætti. Við höfum endurmetið stöðuna í ljósi umræðu um að þörfin hafi minnkað. Við höfum hliðsjón af lýðfræðilegum þáttum við matið. Niðurstaðan er að frá síðustu greiningu í janúar í fyrra og fram í nóvember hefur dregið úr óuppfylltri íbúðaþörf. Við virðumst því vera farin að mæta henni að einhverju leyti, sem er afar jákvætt,“ segir Sigrún Ásta um stöðuna.

Nokkurt bil er í áætlaðri íbúðaþörf, samkvæmt spá HMS, en hún er metin 3.900 til 6.600 íbúðir á landinu öllu. Hún var metin 5-8.000 íbúðir í ársbyrjun 2019 og hefur lágspáin því lækkað um 1.000 íbúðir, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK