Dýrasta viskí heims á uppboð

Hluti af dýrasta viskíi heims og um leið fágætasta er til sölu. Alls eru 3.900 flöskur á sölu í uppboði á netinu en áfengið kemur úr einkasafni fyrrverandi forstjóra Pepsi, Richard Gooding, sem lést úr krabbameini árið 2014.

Af viskíinu er mest af skosku maltviskíi, en áfengið verður selt í tvennu lagi. Fyrri hluti uppboðsins hófst á föstudag og lýkur 17. febrúar. Alls verða 1.949 flöskur seldar, þar á meðal Macallan 1926 Valerio Adami 60 ára gamalt og Springbank 1919 50 ára gamalt. Macallan-viskíflaska var seld á 1,5 milljónir punda, sem svarar til 245 milljóna króna, á uppboði hjá Sotheby's í október.

Seinni hluti uppboðsins stendur yfir frá 10. til 20. apríl og hafa þúsundir skráð sig til þátttöku í uppboðunum tveimur.

Gooding var barnabarn James A. Gooding, sem stofnaði Pepsi Cola Bottling Company í Denver 1936. Gooding fór reglulega með einkaflugvél sinni til Skotlands þar sem hann leitaði uppi sérstakar viskíflöskur ásamt flugmanni sínum. 

Hér er hægt að fylgjast með tilboðum

Hluti af viskíinu sem er á uppboðinu.
Hluti af viskíinu sem er á uppboðinu. Whisky Auctioneer
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK