Nýtt flugfélag er í bígerð

Á Akureyrarflugvelli.
Á Akureyrarflugvelli. mbl.is/Björn Jóhann Björnsson

Norðlendingar kanna nú hvernig hægt sé að koma á reglubundnu áætlunarflugi milli Akureyrar og tveggja til þriggja áfangastaða í Evrópu. Niðurstaða fýsileikakönnunar á að liggja fyrir í lok apríl.

Verkefnið heitir N-Ice Air. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Circle Air, kveðst vera „vinnumaður“ í því. Helstu bakhjarlar eru Samherji, Höldur og Norlandair. Einnig nýtur verkefnið stuðnings fleiri fyrirtækja og hagsmunaaðila. Í hópnum er mikil viðskiptaþekking, flugþekking, fjármagn og ríkur vilji til að láta á þetta reyna. Verkefnið fékk nýlega 3,5 milljóna króna styrk frá Sóknaráætlun Norðurlands eystra.

Þorvaldur segir að Norðlendingar og Austfirðingar sem fara utan séu orðnir langþreyttir á að keyra sex til níu klukkutíma til og frá Keflavík, þurfa að taka sér aukafrídaga og kaupa gistingu. Talið er að hjá þeim sem búa á upptökusvæði Akureyrarflugvallar sé talsvert meiri ferðavilji en nú er þjónað, að hans sögn.

Aukning á Akureyri
» Millilandaflug um Akureyrarflugvöll jókst um 39% í fyrra en dróst saman um 30% á Keflavíkurflugvelli.
» Aukning á Akureyri var 70% árið 2018 og 24% árið 2017.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK