Boltinn hjá Landsvirkjun og Rio Tinto

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og ný­sköp­un­ar.
Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og ný­sköp­un­ar. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta er auðvitað mikilvægt fyrirtæki sem hefur mikla efnahagslega þýðingu fyrir okkur hér á landi,“ segir Þórdís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og ný­sköp­un­ar, í samtali við mbl.is. 

Rio Tinto, eigandi álversins í Straumsvík, greindi frá því í morgun að starfsemi álversins verði endurskoðuð á vormánuðum og því mögulega lokað. Rannveig Rist, forstjóri álversins, sagði við mbl.is að Rio Tinto gæfi sér tíma fram í júní til að taka ákvörðun um lokunina.

Hagsmunir Hafnarfjarðar eru miklir og sama gildir um starfsfólk en 500 starfsmenn eiga beina atvinnuhagsmuni og svo eru allir þeir sem þjónusta félagið og eiga óbeina hagsmuni,“ segir ráðherra og bætir við að um sé að ræða einn stærsta viðskiptavin Landsvirkjunar.

Þórdís segir að framundan séu viðræður milli Landsvirkjunar og Rio Tinto um framtíð álversins. „Það liggur skýrt fyrir að það eru hagsmunir Landsvirkjunar að mikilvægustu viðskiptavinir fyrirtækisins eigi sér framtíð á Íslandi,“ segir Þórdís en í tilkynningu frá Rio Tinto í morgun kom fram að álverið væri ekki samkeppnishæft vegna hás raforkukostnaðar.

Horft yfir álverið í Straumsvík.
Horft yfir álverið í Straumsvík. mbl.is/Árni Sæberg

Þórdís segir að boltinn sé nú hjá áðurnefndum fyrirtækjum en stjórnvöld fylgist auðvitað vel með þróun mála. „Við erum tiltölulega nýbúin að greina frá því að við erum að fara í óháða úttekt á samkeppnishæfni orkufreks iðnaðar á Íslandi sem hefur aldrei verið gert áður,“ segir ráðherra. Þar verði sérstök áhersla lögð á raforkukostnað og samkeppnishæfni fyrirtækja á Íslandi.

Spurð hvort ríkið muni grípa til einhverra sérstakra aðgerða ef ákveðið verður að loka álverinu í Straumsvík segir Þórdís að slílkar bollaleggingar séu ótímabærar:

„Það er ekkert svoleiðis til umræðu á þessu stigi. Eins og ég sagði þá eru þetta samningar á milli tveggja fyrirtækja á markaði. Þetta samtal er á frumstigi.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK