Pósturinn opnar þjónustustöðvar á Orkunni

Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, og Birgir Jónsson, forstjóri Póstsins, …
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, og Birgir Jónsson, forstjóri Póstsins, við undirritun samstarfssamnings. Ljósmynd/Aðsend

Skeljungur og Pósturinn hafa gert með sér samstarfssamning en samkvæmt honum mun Pósturinn opna pakkastöðvar á þjónustustöðvum Orkunnar á höfuðborgarsvæðinu og afhenda þar fyrirframgreiddar sendingar til viðskiptavina sinna.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandspósti. Þar segir að eftir að opnað verður fyrir afhendingar muni fyrirframgreiddar sendingar, sem ekki fara í Póstbox að beiðni viðskiptavina, verða afhentar á þeim þjónustustað sem næst er heimili viðtakanda, hvort sem um sé að ræða pósthús eða þjónustustöð Orkunnar.

Í byrjun verða pakkastöðvarnar á fjórum þjónustustöðvum Orkunnar og er áætlað að þær verði teknar í notkun í mars, en til stendur er að fleiri stöðum verði bætt við víðsvegar um landið á næstu mánuðum.

Pakkastöðvarnar virka þannig að viðskiptavinir koma með staðfestingu á formi QR-kóða að þeir eigi sendingu, kóðinn er skannaður af starfsmanni sem afhendir sendinguna. Tæknin sem um ræðir var prófuð á pósthúsum í desember og lækkaði meðalbiðtími mikið, samkvæmt tilkynningu.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK