CCP í stórsókn um allan heim

Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, segir vörum fyrirtækisins vel tekið …
Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, segir vörum fyrirtækisins vel tekið í Asíu. CCP

Tvær milljónir spilara hafa forskráð sig að nýrri farsímaútgáfu EVE Online. Þetta segir Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, í viðtali við Morgunblaðið í dag. Er þar aðeins um að ræða spilara sem notast við síma með Android-stýrikerfinu. Gera áætlanir fyrirtækisins ráð fyrir að fleiri notendur iPhone-síma muni þyrpast að leiknum og að allt að fimm milljónir spilara verði með aðgang að leiknum gegnum farsíma sína áður en árið er úti.

Hilmar Veigar segir að vörum fyrirtækisins sé afar vel tekið í Asíu og að í kjölfar þess að fyrirtækið lagaði leikinn að þörfum markaðarins í Suður-Kóreu séu nú 15% allra þeirra sem spila leikinn þaðan.

Kaupverðið lækkar talsvert

Áætlanir CCP gerðu ráð fyrir því að vöxturinn á Asíumarkaði yrði að veruleika á árinu 2019 en ýmsir samverkandi þættir urðu til þess að tafir urðu á því. Það veldur því að fyrrverandi eigendur fyrirtækisins, með Novator Partners í fararbroddi, verða af 100 milljóna dollara árangurstengdri greiðslu, en hún var hluti af þeim 425 milljónum dollara sem kaupandinn, Pearl Abyss, hafði samþykkt að greiða fyrir fyrirtækið.

Hilmar Veigar segir í ítarlegu samtali við Morgunblaðið bagalegt að þessar tafir hafi orðið þess valdandi að kaupverðið hafi lækkað sem þessu nemur, eða um 12,7 milljarða króna. Hins vegar sé mikilvægt að horfa til framtíðar og að hún sé björt. Flest bendi til þess að EVE Echoes verði stærsti farsímaleikur í heimi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK