Moët styrkir enn stöðu sína

Vinsældir kampavíns hafa aldrei verið meiri á Íslandi en nú …
Vinsældir kampavíns hafa aldrei verið meiri á Íslandi en nú um stundir. Ljósmynd/Eva Björk Ægisdóttir

Kampavínssala hélt áfram að aukast í janúarmánuði frá sama mánuði 2019, samkvæmt tölum sem ÁTVR hefur tekið saman fyrir Morgunblaðið.

Alls seldust ríflega 734 lítrar í mánuðinum, samanborið við ríflega 687 lítra í janúar árið á undan. Jafngildir það 6,8% aukningu milli ára. Athygli vekur að vinsælasta varan frá Moët & Chandon, þ.e. Brut Imperial-vínið, tekur fram úr Veuve Clicquot og seldist í 233,4 lítrum í mánuðinum. Í janúar í fyrra var salan 125,5 lítrar og því nemur aukningin í þessari tegund 86%. Er þetta eina kampavínið sem selt er í þremur stærðarflokkum í Vínbúðunum, þ.e. 200, 750 og 1.500 ml flöskum.

Veuve Clicquot, sem jafnan gengur undir nafninu Gula ekkjan, seldist hins vegar litlu minna nú í janúar en fyrir ári. Nam salan nú 150,75 lítrum og nam samdrátturinn 3% frá fyrra ári.

Ekki aukning hjá öllum

Meiri samdráttur varð í sölu vinsælustu tegundarinnar frá Bollinger, þ.e. Brut Special Cuvee, en þar seldust 75 lítrar, samanborið við 94,5 lítra í janúar í fyrra.

Gríðarleg aukning varð í sölu tveggja tegunda frá Moët. Annars vegar Rosé en af þeirri tegund seldust nú 50,25 lítrar, samanborið við 12 lítra í janúar 2019. Jafngildir það 319% aukningu. Þá jókst salan á Ice Imperial-víninu frá Moët um 417. Fór úr 4,5 lítrum í janúar í fyrra í 23,25 lítra nú.

Taittinger styrkti einnig stöðu sína með Brut Reserve og reyndist fimmta vinsælasa kampavínið. Þar seldust 33,75 lítrar en 24 lítrar í fyrra.

Costco styrkti einnig stöðu sína með Kirkland-kampavíninu sem seldist í 26,25 lítrum og nam aukningin frá fyrra ári 40%. Neðar á sölulistum Vínbúðanna mátti sjá áhugaverða þróun. Nokkrar flöskur í dýrari kantinum fóru til kaupenda í janúar. Ein flaska af R.D. 2004 frá Bollinger, sem kostar ríflega 25 þúsund krónur. Þá seldust tvær flöskur af Winston Churchill 2004 frá Pol Roger en slíkar flöskur kosta tæpar 23 þúsund krónur. Þá seldust fjórar flöskur af Dom Perignon 2009 sem kosta 24 þúsund krónur. Sama magn seldist af Comtes 2007 frá Taittinger en þær kosta tæpar 15.800 krónur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK