Stefna á að nýtt gagnaver taki til starfa í mars

Eftir undirritun samkomulagsins milli Reykjavík DC og Landsnets. (F.v.) Helga …
Eftir undirritun samkomulagsins milli Reykjavík DC og Landsnets. (F.v.) Helga Melkorka Óttarsdóttir lögfræðingur, Svandís Hlín Karlsdóttir, forstöðumaður viðskiptaþjónustu og þróunar hjá Landsneti, Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, Einar S. Einarsson, framkvæmdastjóri stjórnunarsviðs Landsnets, og Bjarki Diego lögfræðingur. Ljósmynd/Aðsend

Fyrirtækið Reykjavík DC, sem vinnur að því að opna nýtt gagnaver sem staðsett verður við Korputorg, gerir ráð fyrir að gagnaverið taki til starfa í næsta mánuði. Nýlega var undirritaður flutningssamningur vegna raforkuafhendingar við Landsnet og með því verður félagið fjórða gagnaver landsins til að tengjast kerfum Landsnets og tíundi stórnotandinn.

Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að samningurinn við Landsnet sé lokahnykkurinn á þeirri vegferð að gagnaverið geti tekið til starfa, en Reykjavík DC er félag í eigu Opinna kerfa, Sýnar, Reiknistofu bankanna og Korputorgs.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK