Hækkanir í miklum viðskiptum í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa Sjóvá hækkaði mest eða um 4,3%.
Gengi hlutabréfa Sjóvá hækkaði mest eða um 4,3%. mbl.is/Árni Sæberg

Jákvæður dagur var í Kauphöllinni í dag og hækkaði gengi allra bréfa nema Heimavalla sem stóðu í stað og námu heildarviðskipti við lokun markaða tæplega 5,9 milljörðum króna.

Mesta hækkunin varð hjá Sjóvá en gengi hlutabréfa félagsins hækkaði um 4,3% í 445,5 milljóna viðskiptum. Hækkaði gengi bréfa Símans um tæp 3% og námu viðskipti með bréf fyrirtækisins 571,5 milljónum króna. Einnig hækkaði gengi bréfa Skeljungs um 2,9% í viðskiptum sem námu tæplega 222 milljónum króna.

Mestu viðskiptin voru með hlutabréf Marels og hækkaði gengi þeirra um 0,84% í 1,3 milljarða viðskiptum. Næstmestu viðskiptin voru með hlutabréf Arion banka og nam velta viðskiptanna 1,2 milljörðum, en gengi bréfa bankans hækkaði um 1,5%.

Í dag urðu einnig mikil viðskipti með bréf Festis og hækkaði gengi þeirra um 2,1% í 729 milljóna viðskiptum.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK