Tekjur Símans jukust um 4,7%

Tekjur Símans hækkuðu um 4,7%.
Tekjur Símans hækkuðu um 4,7%. mbl.is/​Hari

Tekjur Símans á fjórða ársfjórðungi 2019 námu 7.896 milljónum króna samanborið við 7.544 miljónir á sama tímabili 2018 og hækka um 4,7% á milli tímabila.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Símanum.

Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði EBITDA nam 2.728 milljónum króna á 4F 2019 samanborið við 2.124 milljónir króna á sama tímabili 2018 og hækkar því um 604 milljónir króna eða 28,4% frá sama tímabili í fyrra.

EBITDA-hlutfallið er 34,5% fyrir fjórða ársfjórðung 2019 en var 28,2% á sama tímabili 2018. Að teknu tilliti til breytinga vegna IFRS 16 nam EBITDA á 4F 2018 2.586 milljónum króna og EBITDA-hlutfall var 34,3%.

Vaxtaberandi skuldir námu 16,2 milljörðum króna í árslok 2019 en voru 17,2 milljarðar króna í árslok 2018. Hreinar vaxtaberandi skuldir voru 16,0 milljarðar króna í árslok 2019 sem er sambærilegt við stöðu í árslok 2018.

Eiginfjárhlutfall Símans hf. var 55,9% í lok árs 2019 og eigið fé 36,6 milljarðar króna.

„Rekstur Símasamstæðunnar var traustur í fyrra og efldist eftir því sem leið á árið. Sala á helstu þjónustuþáttum okkar var vel ásættanleg og munar miklu að Síminn höfðar á ný til yngri kynslóða. Því til viðbótar jókst eftirspurn eftir upplýsingatæknivörum Sensa á síðasta fjórðungnum. Slíkan vöxt má þó ekki framreikna til næstu ársfjórðunga, þar sem sala, innleiðing og ráðgjöf í upplýsingatækni getur verið sveiflukennd,“ segir Orri Hauksson, forstjóri Símans, í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK