Fékk 1,6 milljónir á mánuði fyrir að stýra Eyjunni

Eyjan var vikulegur þjóðmálaþáttur í umsjá Björns Inga, sem var …
Eyjan var vikulegur þjóðmálaþáttur í umsjá Björns Inga, sem var í loftinu á Stöð 2 frá 2014-2017. mbl.is/Árni Sæberg

Björn Ingi Hrafnsson fjölmiðlamaður fékk 1,6 milljónir á mánuði greiddar fyrir að stýra umræðuþættinum Eyjunni, sem var á sínum tíma á Stöð 2. Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Vesturlands í riftunarmáli sem þrotabú Pressunnar höfðaði gegn Birni Inga.

Þrotabúið hafði betur í málinu og hefur Birni Inga verið gert að greiða því 80 milljónir króna, sem Björn Ingi segist hafa lánað Pressunni. Samkvæmt dómnum, sem mbl.is fjallaði um fyrr í dag, er ekkert í bókhaldi þrotabúsins sem bendir til þess að Björn Ingi hafi nokkru sinni lánað félaginu þessa peninga og Björn Ingi færði ekki sönnur á það að mati dómara í málinu.

Segist hafa látið greiðslurnar frá Stöð 2 renna beint til Pressunnar

Björn Ingi heldur því fram að hann hafi sannarlega lánað Pressunni fé og haft er eftir honum í dómi Héraðsdóms Vesturlands að hann hafi haldið félaginu gangandi með greiðslum sumarið 2017 og í reynd fjármagnað félagið árum saman með lánum og persónulegum ábyrgðum, þar sem hann þótti hafa meira lánstraust en félagið.

Einnig fylgir það sögunni að Björn Ingi hafi látið þær mánaðarlegu greiðslur, 1,6 milljón króna, sem hann fékk fyrir að halda utan um vikulega sjónvarpsþáttinn Eyjuna á Stöð 2 renna beint til Pressunnar sem lán um þriggja ára skeið, en þátturinn fór fyrst í loftið árið 2014.



mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK