Frosti Ólafsson hættir hjá ORF

Frosti Ólafsson, fráfarandi forstjóri ORF líftækni.
Frosti Ólafsson, fráfarandi forstjóri ORF líftækni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Frosti Ólafsson hefur óskað eftir að láta af störfum hjá ORF Líftækni. Hann hefur starfað sem forstjóri fyrirtækisins frá ársbyrjun 2017. Hafin er vinna við að finna nýjan forstjóra og mun Frosti áfram sinna starfinu þar til nýr forstjóri hefur verið ráðinn. Þá verður hann jafnframt stjórn félagsins og stjórnendum innan handar næstu misserin.

Í tilkynningu frá félaginu segir að á þeim þremur árum sem Frosti hafi leitt starfsemina hafi heildartekjur ríflega tvöfaldast og félagið styrkt stöðu sína.

Frosti segir þetta hafa verið góðan tímapunkt til að stíga til hliðar. „Við höfum varið síðustu árum í að efla innviði fyrirtækisins samhliða því að styrkja sölu okkar og vörumerki á erlendri grundu. Sú vegferð hefur gengið vel og framundan er næsti kafli í vaxtaferli fyrirtækisins. Ég taldi þetta góðan tímapunkt til að afhenda keflið til nýs aðila og verja meiri tíma með fjölskyldunni minni og einbeita mér að eigin verkefnum,“ er haft eftir Frosta.

ORF Líftækni er með fullkomið gróðurhús í Grindavík.
ORF Líftækni er með fullkomið gróðurhús í Grindavík.
mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK