Eldrauður dagur í Kauphöll Íslands

Dagurinn í dag var sá versti frá árinu 2018.
Dagurinn í dag var sá versti frá árinu 2018. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Gengi hlutabréfa í fyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöll Íslands lækkaði talsvert í dag. Alls nam lækkunin tæplega 3,7%, en gengi allra skráðra félaga lækkaði. Heildarmarkaðsvirði félaganna lækkaði því um 42 milljarða króna, en vísitalan hefur ekki lækkað eins mikið á einum degi frá því um mitt ár 2018. 

Mest var lækkunin hjá Icelandair, eða ríflega 8,7%, og stendur verð bréfanna nú í 7,73 kr. Þá voru mikil viðskipti með hlutabréf Arion banka og Marels, en samtals námu viðskiptin rétt tæplega tveimur milljörðum króna. Nam lækkun beggja félaga rétt ríflega 3,6%, og stendur gengi hlutabréfa Arion banka nú í 83,9 kr. og Marel 587 kr. 

Gengislækkanir dagsins eru í takt við lækkanir hlutabréfavísitalna erlendis. Rekja má lækkunina til út­breiðslu og hugs­an­legra áhrifa kór­ónu­veirunn­ar, en talsverðar lækkanir hafa verið á mörkuðum um heim allan. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK