Íhuga að gagnstefna Sýn

365 hf. staðfestir að félaginu hefur borist kröfubréf frá Sýn hf. og segir í yfirlýsingu að í bréfinu sé kröfum lýst er lúta að meintum brotum 365, Ingibjargar Pálmadóttur og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á samkeppnisákvæðum í kaupsamningi í tengslum við sölu á fjölmiðlaeignum 365 til Sýnar árið 2017. 

365 hafnar algerlega ásökunum Sýnar, enda eru þær fjarstæðukenndar og eiga sér ekki nokkra stoð í samningi aðila. Hvergi er hægt að benda á að 365 hafi staðið í samkeppni við Sýn á sviði sjónvarps, útvarps eða fjarskipta, eða á annan hátt sem félaginu var ekki heimilt samkvæmt umræddu samkeppnisákvæði,“ segir í yfirlýsingunni og því er viðbætt að það hafi forsvarsmenn 365 fengið staðfest með álitum þriggja lögmannsstofa.

Enn fremur er vakin athygli á því að ekki sé um að ræða fyrsta dæmi þess að Sýn leggi upp í „veiðiferð með vafasömum málatilbúnaði fyrir dómstólum,“ eins og það er orðað í tilkynningunni.

Forsvarsmenn 365 íhuga nú að gagnstefna Sýn og forsvarsmönnum félagsins vegna þess tjóns sem tilhæfulausar ásakanir Sýnar hafa valdið félaginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK