Vill hækka veltumörk vegna samruna um 50%

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadótti ráðherra ferðamála-, iðnaðar-og nýsköpunar.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadótti ráðherra ferðamála-, iðnaðar-og nýsköpunar. mbl.is/Eggert

Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ráðherra ferðamála-, iðnaðar-og nýsköpunar, var afgreitt á ríkisstjórnarfundi í gær, en það felur í sér nokkrar breytingar á ákvæðum samkeppnislaga. Fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu að markmiðið sé að einfalda lögin og framkvæmd þeirra og auka skilvirkni í þágu atvinnulífsins og Samkeppniseftirlitsins í samræmi við þróun atvinnulífsins á undanförnum árum.

Þær breytingar sem lagt er til í frumvarpinu er meðal annars heimild Samkeppniseftirlitsins til íhlutunar án brots verði felld brott, komið verði á sjálfsmati fyrirtækja á því hvort skilyrði séu uppfyllt fyrir undanþágum frá bannákvæðum laganna, veltumörk tilkynningaskyldra samruna verði hækkuð um 50% og málsmeðferð samrunamála bætt.

Þá verði fellt brott það skilyrði að úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála þurfi að liggja fyrir áður en heimilt verði að höfða dómsmál til ógildingar á ákvörðunum Samkeppniseftirlitsins. Með þeirri breytingu geta aðilar máls sjálfir metið hvort þeir kæri ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar eða höfði mál fyrir dómstólum. Með þeirri breytingu er möguleiki á að málsmeðferð þeirra mála þar sem leitað er beint til dómstóla verði styttri en verið hefur, segir í tilkynningunni.

Haft er eftir Þórdísi að mikilvægt sé að taka umgjörð í kringum samkeppnisreglur og eftirlit reglulega til endurskoðunar. „Sú endurskoðun var tímabær og krafðist mikillar vinnu. Frumvarpið einfaldar framkvæmd og eykur skilvirkni, sem skiptir atvinnulífið og ekki síður neytendur í landinu miklu máli.“

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK