Verðbólgan mælist nú 2,4%

Áhrif af vetrarútsölum eru að mestu gengin til baka og …
Áhrif af vetrarútsölum eru að mestu gengin til baka og hækkar það vísitöluna um 0,25 prósentustig. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,92% í febrúar og stendur nú í 474,1 stigi. Mælist verðbólga síðustu 12 mánaða nú 2,4%, en það er sama hækkun og vísitala neysluverðs án húsnæðisliðarins hefur hækkað síðasta árið.

Á vef Hagstofunnar segir að vetrarútsölur séu víða gengnar til baka og hækkaði verð á fötum og skóm um 6,4% í tölum febrúarmánaðar og hafði það áhrif á vísitöluna upp á 0,25 prósentustig. Reiknuð húsaleiga hækkaði um 0,7% milli mánaða og hafði það áhrif á hækkun vísitölu um 0,12 prósentustig og þá hækkaði verð á flugfargjöldum um 8,8% sem hækkaði vísitöluna um 0,12 prósentustig.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK