Rauður dagur í Kauphöllinni

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Hlutabréf lækkuðu í öllum félögum í Kauphöllinni í viðskiptum dagsins, ef frá eru talin bréf í Heimavöllum, en viðskipti með bréf félagsins voru aðeins fyrir 7 milljónir. Mest lækkun varð á bréfum Eimskips, en þau lækkuðu um 5,3%. Bréf Sýnar lækkuðu um 4%, bréf Kviku lækkuðu um 3,9% og Eik fasteignafélags um 3,75%.

Mest viðskipti voru með bréf Marels, eða 1,26 milljarðar, en bréf félagsins lækkuðu um 2,5%. Þá voru viðskipti með bréf Arion banka upp á 787 milljónir og lækkaði bankinn um 1,9%.

Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um 2,3% í dag, auk þess sem allar vísitölur norrænna markaða voru rauðar eftir viðskipti dagsins.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK