Franskur fjárfestir í Öskju

Bílaumboðið Askja flytur inn bifreiðar frá Mercedes-Benz og Kia.
Bílaumboðið Askja flytur inn bifreiðar frá Mercedes-Benz og Kia. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Franskur fjárfestir hefur eignast 12% hlut í bílaumboðinu Öskju í tengslum við hlutafjáraukningu sem ráðist var í, m.a. vegna kaupa á Honda umboðinu á Íslandi. Kom franska fyrirtækið Groupe Comte-Serres (GCS) með fjármagn að félaginu líkt og aðrir hluthafar. Kaupverðið er trúnaðarmál.

GCS er ríflega 100 ára gamalt fyrirtæki og á m.a. fyrirtækið Citadelle sem er umboðsaðili Toyota, Volkswagen, Audi, Citroen, Suzuki, Hyundai, Ford og Seat og hefur selt bíla í handanhafshéröðum Frakklands. Velta félagsins var um 23 milljarðar íslenskra króna á síðasta ári og þar starfa um 400 manns.

Viðræður í tvö ár

„Við hjá Öskju erum afar ánægð að fá þennan öfluga hluthafa í okkar hóp,“ segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju og hluthafi í fyrirtækinu. „Við höfum verið í samtali við feðgana Pierre Yves og Cyril Comte undanfarin tvö ár og teljum að bæði Askja og GCS muni hafa ávinning af þessu samstarfi.“

Jón Trausti Ólafsson forstjóri Öskju.
Jón Trausti Ólafsson forstjóri Öskju. mbl.is/Golli

Bendir Jón Trausti á að feðgarnir líti á Ísland sem einn fremsta markað heims þegar kemur að rafbílavæðingu og að þeir vilji sækja reynslu hingað. Á sama tíma líti forsvarsmenn Öskju til þeirrar reynslu sem eigendur GCS búi yfir sem er gamalgróið fyrirtæki og umboðsaðili fyrir marga þekkta framleiðendur. „Eigendur GCS hafa verið mjög áhugasamir um Ísland og átt hér trausta vini í langan tíma,“ segir Jón Trausti.

Cyril Comte, forstjóri Citadelle og GCS, tekur í sama streng og segist ánægður með að fá tækifæri til að fjárfesta í Öskju. Segir hann fyrirtækið í góðri stöðu til að takast á við orkuskipti í samgöngum og hafi á að skipa öflugum vörumerkjum á borð við Mercedes, Kia og Honda.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK