Bílasala í Kína hrapaði um 80% í febrúar

Fólk á ferðinni í Wuhan í Kína í gær.
Fólk á ferðinni í Wuhan í Kína í gær. AFP

Sala nýrra bíla til kínverskra neytenda dróst saman um 80% í febrúar frá fyrra ári. Bílasala hefur aldrei dregist jafn mikið saman í landinu, samkvæmt frétt Bloomberg, sem hefur tölurnar frá kínverskum samtökum.

Bílasalan tók ögn við sér síðari hluta mánaðarins, en á fyrstu tveimur vikum febrúarmánaðar dróst salan saman um 92% frá fyrra ári.

Útbreiðsla kórónuveiru hefur haft lamandi áhrif á efnahagslífið í Kína og þess sjást glögglega merki í bílaiðnaðinum. Framleiðendur eru í algjörri óvissu um það hvenær búast megi við því kínverski markaðurinn, sem orðinn er afar mikilvægur, rétti úr kútnum.

Mynd/Bloomberg
mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK