Seðlabankinn í startholunum

Ásgeir Jónsson.
Ásgeir Jónsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir bankann reiðubúinn til að grípa til þeirra aðgerða sem þarf til að tryggja lausafé í fjármálakerfinu. Viðbúið sé að útbreiðsla kórónuveirunnar muni hafa talsverð áhrif á íslenskt efnahagslíf til skamms tíma.

Seðlabanki Bandaríkjanna lækkaði óvænt vexti í gær í þeirri viðleitni að örva hagkerfi landsins. Fjármálamarkaðir brugðust hins vegar illa við ákvörðuninni, ekki síst þegar Jerome Powell seðlabankastjóri gaf til kynna að ekki væri von á frekari lækkun 18. mars næstkomandi. Ásgeir Jónsson segir að vaxtaákvörðun verði ekki flýtt hér á landi en niðurstaða peningastefnunefndar er væntanleg 18. mars.

Hann segir íslenskt efnahagslíf vel í stakk búið til að takast á við möguleg áhrif af útbreiðslu kórónuveirunnar. Líkur séu á að áhrifin af faraldrinum verði mest á fyrstu vikunum. Ferðaþjónustan sé sérstaklega útsett fyrir þeim, ekki síst vegna þess að mjög hafi dregið úr ferðalögum sökum hennar. Seðlabankinn muni hins vegar tryggja að bankakerfið verði vel í stakk búið til að tryggja lausafjárstöðu fyrirtækja í greininni og að með því sé hægt að styðja þau gegnum þá erfiðleika sem nú steðji óneitanlega að.

Í umfjöllun um áhrif og afleiðingar kórónuveirunnar í Morgunblaðinu í dag segir Ásgeir mikinn viðskiptaafgang gera Seðlabankanum kleift að bregðast með afgerandi hætti við ef þörf krefur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK