Kórónudýfa í kauphöllinni í New York

Frá kauphöllinni í New York í dag.
Frá kauphöllinni í New York í dag. AFP

Verð á hlutabréfum í bandarísku kauphöllinni féll í dag, en lækkunina má rekja til ótta fjárfesta við kórónuveiruna sem geisað hefur víða um heim undanfarnar vikur.

S&P 500-hlutabréfavísitalan lækkaði um rúm 3%. Þá hefur hlutabréfaverð í flugfélögum vestra tekið dýfu sem og verð í hlutabréfum í iðn-, fjármála- og orkufyrirtækjum, að því er New York Times greinir frá.

Miklar sveiflur hafa verið á hlutbréfamörkuðum vestra undanfarna viku en fjárfestar hafa átt í erfiðleikum með að átta sig almennilega á þeim efnahagslega skaða sem útbreiðsla kórónuveirunnar gæti valdið.

Eftir að markaðir lokuðu í dag greindi kaffihúsakeðjan Starbucks m.a. frá því að salan á núverandi ársfjórðungi í Kína, þar sem fyrirtækið rekur fjölmörg kaffihús, muni dragast saman um helming miðað við sama tíma í fyrra. Er höggið metið á 400-430 milljónir dala, eða sem samsvarar um rúmum 50 milljörðum kr.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Kórónuveiran

30. mars 2020 kl. 14:16
1086
hafa
smitast
157
hafa
náð sér
30
liggja á
spítala
2
eru
látnir
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK