Yfirtökutilboð í Heimavelli fyrir 17 milljarða

Félagið er þegar næststærsti hluthafi Heimavalla.
Félagið er þegar næststærsti hluthafi Heimavalla. mbl/Arnþór Birkisson

Norska félagið Fredensborg AS freistar þess að gera yfirtökutilboð í íslenska leigufélagið Heimavelli fyrir um sautján milljarða króna. Félagið er þegar næststærsti hluthafi Heimavalla með rúmlega tíu prósenta hlut.

Fréttablaðið greinir frá þessu og segir í umfjöllun þess að mörgum af stærstu hluthöfum Heimavalla hafi í kvöld borist tilboð í bréf sín á genginu 1,5 krónur á hlut, eða um 13 prósentum hærra en markaðsgengi við lokun markaða í dag. Stóð gengi bréfanna þá í 1,33 krónum.

Haft er eftir heimildarmönnum að vilyrði hafi fengist fyrir samþykki helstu hluthafa Heimavalla á tilboðinu. Í kjölfarið verði öðrum hluthöfum leigufélagsins gerð tilboð um að selja bréf sín á sama gengi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK