Útlit fyrir uppsagnir hjá Icelandair

Bogi Nils segir að bregðast þurfi við minnkandi eftirspurn.
Bogi Nils segir að bregðast þurfi við minnkandi eftirspurn. mbl.is/Árni Sæberg

Útlit er fyrir að Icelandair þurfi að grípa til uppsagna vegna erfiðrar stöðu á flugmarkaði sem er meðal annars tilkomin vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Flugfélagið tilkynnti í dag að það myndi draga úr framboði á flugi í mars og apríl, umfram þær 80 flugferðir sem þegar hefur verið aflýst, vegna samdráttar í eftirspurn og bókunum.

„Við erum að skoða þessar sviðsmyndir og hvernig við getum brugðist við þessu höggi í eftirspurninni. Það er í takt við það sem önnur flugfélög eru að gera og við erum að skoða þessi mál líka,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, í samtali við mbl.is. Vísir greindi fyrst frá.

Hann segir óhjákvæmilegt að taka erfiðar og sársaukafullar ákvarðanir. Það hafi verið gert hjá flugfélögum annars staðar á Norðurlöndunum og ljóst sé að Icelandair þurfi að gera það líka. Ef til uppsagna kemur segir Bogi að það þurfi að horfa til allra starfsstétta, þ.e. bæði áhafna sem og starfsmanna á skrifstofu flugfélagsins.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK