Kemur í ljós hvað markaðnum finnst um tilkynningu Icelandair

Ef hlutabréf félags lækka ákveðið mikið við opnun markaða eru …
Ef hlutabréf félags lækka ákveðið mikið við opnun markaða eru viðskipti stöðvuð um stutta stund. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

„Það verður væntanlega opnað fyrir viðskipti en ef hlutabréf Icelandair lækka visst mikið þá er tímabundin stöðvun í 15 til 20 mínútur eða eitthvað slíkt. Það er mismunandi eftir bréfum en bréf þurfa að lækka um 10 til 14% svo að viðskipti verði stöðvuð tímabundið,“ segir Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans, um áhrif tilkynningar Icelandair á viðskipti í Kauphöllinni.

Hann telur þó að opnað verði fyrir viðskipti en svo verði að koma í ljós hvað markaðnum finnst um tilkynningu Icelandair frá því í morgun þar sem kom fram að flugáætlun Icelandair gerði ráð fyrir því að ferðabann sem Donald Trump Bandaríkjaforseti lagði á í gær tæki til 490 fluga.

Sam­kvæmt til­kynn­ingu Icelanda­ir til Kaup­hall­ar­inn­ar er bú­ist við að ferðabannið muni hafa um­tals­verð áhrif á flugáætl­un­ina á tíma­bil­inu og muni leiða til frek­ari niður­fell­ing­ar á flugi, en áður hafði fé­lagið til­kynnt um að fella niður 80 flug í mars og apríl og bætti svo við síðar og sagði að fleiri flug myndu falla niður.

Fé­lagið seg­ir að áhrif af út­breiðslu kór­ónu­veirunn­ar séu enn óljós, en að þau verði met­in eft­ir því hvernig staðan þró­ist. Þá er bent á að fé­lagið hafi átt 301,6 millj­ón­ir dala í laust fé við árs­lok 2019 og að það sé svipað í dag.

„Auðvitað er Icelandair að horfa til lengri tíma. Það er verið að horfa inn í sumarið, það er verið að fara inn í háönn þar sem eftirspurn verður örugglega minni en vænta mátti óháð því hvernig nákvæmlega þessi heimsfaraldur spilast út næstu mánuði. Þannig að Icelandair er væntanlega að reyna að aðlaga sig nýjum raunveruleika,“ segir Sveinn.

Spurður hvort Icelandair gæti verið að stefna í gjaldþrot vegna þessa ferðabanns neitar Sveinn því.

„Ekki bara út af þessu, þau eru með mun betri efnahagsreikning en fjöldi annarra flugfélaga og halda á töluverðu reiðufé. Það veltur á því hvernig næstu sex til tólf mánuðir fara. Einnig ef og hvort það gengur að aðlaga sig að nýjum raunveruleika, selja vélar til dæmis,“ bætir hann við.

Sveinn segir að ferðabann til Bandaríkjanna eitt og sér muni …
Sveinn segir að ferðabann til Bandaríkjanna eitt og sér muni ekki verða Icelandair að falli. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK