Arion banki lækkar vexti

Í kjölfar nýlegrar stýrivaxtalækkunar Seðlabanka Íslands munu inn- og útlánsvextir …
Í kjölfar nýlegrar stýrivaxtalækkunar Seðlabanka Íslands munu inn- og útlánsvextir Arion banka breytast þann 16. mars næstkomandi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Arion banki hefur tekið ákvörðun um að lækka vexti í kjölfar nýlegrar stýrivaxtalækkunar Seðlabanka Íslands. Inn- og útlánsvextir Arion banka breytast næstkomandi mánudag, 16. mars. 

Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað í fyrradag að lækka stýrivexti bankans um hálft prósentustig og eru þeir nú 2,25%. Með lækkuninni er slakað nokkuð á taum­haldi pen­inga­stefn­unn­ar í ljósi versn­andi efna­hags­horfa í kjöl­far auk­inn­ar út­breiðslu kór­ónu­veirunn­ar. 

Helstu breytingar vaxtalækkana Arion banka eru eftirfarandi:

  • Óverðtryggðir breytilegir íbúðalánavextir lækka um 0,50% og verða 4,49%
  • Verðtryggðir breytilegir íbúðalánavextir lækka um 0,30% og verða 3,19%
  • Fastir 5 ára óverðtryggðir og verðtryggðir íbúðalánavextir lækka um 0,30%
  • Almennir óverðtryggðir kjörvextir lækka um 0,30% og almennir verðtryggðir kjörvextir lækka um 0,20%
  • Yfirdráttarvextir og vextir greiðsludreifinga lækka um 0,30%-0,50%
  • Vextir bílalána lækka um 0,30%-0,50%
  • Breytilegir innlánavextir bankans munu í mörgum tilfellum haldast óbreyttir þrátt fyrir stýrivaxtalækkun en þó munu vextir nokkurra innlánareikninga lækka um 0,05% - 0,50%

Nánar má lesa um vexti Arion banka í vaxtatöflu bankans.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK