Alitalia væntanlega þjóðnýtt

AFP

Ítalska ríkisstjórnin undirbýr þjóðnýtingu flugfélagsins Alitalia og segja ítalskir fjölmiðlar að þetta geti kostað skattgreiðendur allt að 600 milljónir evra, sem svarar til 90 milljarða króna. Ef af verður þá er þetta ekki í fyrsta skipti sem ítalska ríkið kemur flugfélaginu til bjargar.

Ítalska ríkisstjórnin, líkt og margar aðrar ríkisstjórnir, hefur kynnt björgunarpakka fyrir fyrirtæki og einstaklinga vegna kórónuveirunnar. 

AFP

Í gær samþykkti ríkisstjórn Giuseppes Contes að setja 25 milljarða evra í slíkan björgunarpakka en honum er einkum ætlað að koma fjölskyldum og fyrirtækjum til bjargar í efnahagsþrengingum sem nú herja á þjóðina. Yfir 2.100 hafa látist úr kórónuveirunni á Ítalíu. 

Alitalia hefur átt í verulegum erfiðleikum vegna aukinnar samkeppni frá flugfélögum eins og EasyJet og Ryanair. Sérfræðingar á fjármálamarkaði segja Altialia of lítið flugfélag, með allt of marga starfsmenn miðað við fjölda flugferða. Farþegar þess voru aðeins 22 milljónir talsins árið 2018 og markaðshlutdeildin dróst saman það ár í 14% á ítalska markaðnum. Til samanburðar voru farþegar Lufthansa um 180 milljónir talsins sama ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK