SAS fær opinbera aðstoð

SAS hefur fengið opinbera aðstoð frá ríkissjóðum Svíþjóðar og Danmerkur.
SAS hefur fengið opinbera aðstoð frá ríkissjóðum Svíþjóðar og Danmerkur. AFP

Skandinavíska flugfélaginu SAS hefur verið tryggð tveggja milljarða danskra króna ábyrgð frá ríkissjóðum Svíþjóðar og Danmerkur, en ríkin fara með 30% eignarhald í flugfélaginu. Samsvarar það 41 milljarði íslenskra króna. Nemur ábyrgðin sambærilegri upphæð og markaðsvirði félagsins er nú í kauphöllinni.

Í yfirlýsingu frá danska fjármálaráðherranum kemur fram að SAS sé mikilvægur hluti af aðgengi og samgönguneti landanna tveggja.

Markaðsvirði SAS hefur lækkað mikið undanfarið, en á einum mánuði hafa bréfin lækkað um 45%. Bréf félagsins hækkuðu hins vegar um 3,37% í viðskiptum í dag. Er markaðsvirði bréfa SAS í dag um 3,2 milljarðar sænskra króna, eða rúmlega þrír milljarðar danskra króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK