Boeing þarfnast fjárhagsaðstoðar

Boeing hefur óskað eftir aðstoð.
Boeing hefur óskað eftir aðstoð. AFP

Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hefur farið þess á leit við bandaríska ríkið og einkafjárfesta að veitt verði 60 milljarða bandaríkjadala fjárhagsaðstoð til flugiðnaðarins þar í landi. Upphæðin á að nýtast félaginu sjálfu ásamt því að styðja við þarlend flugfélög.

Fram hefur komið að bandarísku flugfélögin hafi óskað eftir 50 milljörðum bandaríkjadala til að styðja við flugrekstur. Koma framangreindar beiðnir í kjölfar áhrifa kórónuveirunnar á félög í fluggeiranum. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur áður sagt að félögum innan fluggeirans verði veitt nauðsynleg aðstoð.

Til að bregðast við breyttu rekstrarumhverfi hefur fjöldi flugfélaga þurft að segja upp stórum hluta starfsmanna sinna. Hafa fjölmörg félög jafnvel gengið svo langt að draga starfsemina saman um 90% þegar í stað.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK