Neyðarfundur um stöðu Norwegian

Fundað er á skrifstofu norksa forsætisráðherrans um stöðu norska flugfélagsins …
Fundað er á skrifstofu norksa forsætisráðherrans um stöðu norska flugfélagsins Norwegian. Ljósmynd/Norwegian

Í kjölfar þess að tilkynnt var um opinberan björgunarpakka fyrir flugfélagið SAS í gær bað norska stéttarfélagið Parat um fund á skrifstofu forsætisráðherra Noregs í dag um stöðu Norwegian, en fundurinn stendur nú yfir. Fulltrúar flugfélagsins Norwegian taka einnig þátt í fundinum í gegnum fjarskiptabúnað, að því er fram kemur í umfjöllun E24.

Á fundinum eru fleiri fulltrúar ríkisstjórnar Noregs en auk forsætisráðherra eru þar Knut Arild Hareide samgönguráðherra og Iselin Nybø iðnaðarráðherra.

Flestir starfsmenn Norwegian eru skráðir í Parat, en Norwegian er helsti keppinautur SAS.

„Við höfum séð sænsk og dönsk stjórnvöld tilkynna öflugan stuðning við SAS í gær. Nú verður norska ríkisstjórnin að koma með eitthvað áþreifanlegt bæði í tilfelli Norwegian og Widerøe,“ er haft eftir Anneli Nyberg, varaformanni Parat.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK