Icelandair hækkar um 5,5%

Bréf í Icelandair hækkuðu um 5,5% í viðskiptum í Kauphöllinni í dag eftir mikla lækkun í gær. Hins vegar voru viðskipti aðeins fyrir 24 milljónir með bréf félagsins sem þykir ansi lítil velta. Nokkuð bjartara var yfir markaðinum í heild í dag en í gær, en úrvalsvísitalan hækkaði um 1,1% eftir 5,92% lækkun í gær.

Mest hækkuðu bréf VÍS, um 6,7%, þar á eftir hjá Icelandair og svo hjá Festi, en bréf þess hækkuðu um 5%. Viðskipti með bréf VÍS og Festi voru einnig mjög lítil í dag, eða 160 þúsund hjá VÍS og rétt tæplega 2 milljónir hjá Festi. Þá hækkuðu bréf Símans um 3,5%, Iceland Seafood um 2% og Marel um 1,4%.

Mest lækkun var hjá Eik um 1,6% og hjá Sjóvá og Skeljungi, eða um 1,3%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK