Húsgagnahöllin, Betra bak og Dorma gera samning við Póstinn

Húsgagnahöllin býður upp á fría heimsendingu í mars.
Húsgagnahöllin býður upp á fría heimsendingu í mars. Ljósmynd/Aðsend

Húsgagnahöllin, Betra bak og Dorma hafa gert samstarfssamning við Póstinn þess efnis að Pósturinn muni nú sjá um vörudreifingu á pakkasendingum þeirra um allt land. Þetta kemur fram í tilkynningu.

„Við hlökkum til samstarfsins en það er okkur afar mikilvægt að vörur skili sér með áreiðanlegum hætti til viðskiptavina og að þjónustuupplifun þeirra sé góð en það er helsta ástæða þess að við völdum Póstinn. Það er einnig vert að segja frá því að Húsgagnahöllin býður upp á fría heimsendingu í mars hvert á land sem er til að koma til móts við viðskiptavini. Við leggjum allt okkar kapp á að mæta þörfum viðskiptavina okkar á þessum sérstöku tímum, góð þjónusta eins og heimsending skiptir þar miklu máli,“ segir Halldór Berg Sigfússon, fjármálastjóri Húsgagnahallarinnar.

Viðar Blöndal, viðskiptastjóri hjá Póstinum, segir mikilsvert að vera í samstarfi við jafn öfluga aðila og áðurnefnd fyrirtæki. Það sé mikil aukning í netverslun og búist sé við enn meiri aukningu á komandi vikum.

„Heimkeyrsla er lykilþjónusta í því ástandi sem nú er í þjóðfélaginu, þegar fólk ver meiri tíma heima og forðast fjölfarna staði. Pósturinn hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum og er vörudreifing orðin okkar helsta þjónusta. Við erum gríðarlega ánægð með þetta samstarf og traustið sem okkur er sýnt,“ segir Viðar.

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK