Kaup Torgs á DV samþykkt

Torg ehf., útgáfufélag Fréttablaðsins, fær að kaupa DV og dv.is …
Torg ehf., útgáfufélag Fréttablaðsins, fær að kaupa DV og dv.is út úr Frjálsri fjölmiðlun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna Torgs ehf. og Frjálsrar fjölmiðlunar. Telur stofnunin að samruninn leiði ekki til þess að markaðsráðandi staða verði til eða styrkist eða að samkeppni verði raskað með umtalsverðum hætti.

Torg er útgáfufélags Fréttablaðsins og frettabladid.is, auk þess sem Hringbraut er dótturfélag Torgs. Frjáls fjölmiðlun er útgáfufélag DV og dv.is, en auk þess fylgdi með í kaupunum gagnasafn útgáfunnar.

Fram kemur í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu að gagna hafi verið aflað frá samrunaaðilum og hagsmunaaðilum við meðferð málsins. Þá hafi umsagnar fjölmiðlanefndar einnig verið aflað. Þá er tekið fram að í ljósi aðstæðna og áhrifa af útbreiðslu kórónuveirunnar á verkefni eftirlitsins verður ákvörðun, þar sem nánar er fjallað um rannsóknina, birt innan skamms á vefsíðu eftirlitsins.

Í lok síðasta árs þegar tilkynnt var um kaup Torgs á eignum Frjálsrar fjölmiðlunar, sagði Sigurður G. Guðjónsson, eigandi Frjálsrar fjölmiðlunar, að með kaupunum væri Torg að búa til stærri miðil á netinu heldur en frettabladid.is er í dag, en dv.is er þriðji stærsti vefmiðillinn.

Frjáls fjöl­miðlun var rek­in með tæp­lega 240 millj­óna króna tapi árið 2018.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK