Mikið álag á úreltum Fundarsíma

„Hún hleypir bara inn eftir því sem losnar, eins og …
„Hún hleypir bara inn eftir því sem losnar, eins og í samkomubanni. Ef hún er full þá bara komast ekki fleiri inn.“ mbl.is/​Hari

Fjarfundakerfi Símans, Fundarsíminn, hefur verið undir talsverðu álagi undanfarna daga og á álagstímum komast færri að en vilja. Upplýsingafulltrúi Símans segir kerfið orðið úrelt, sé almennt lítið notað og hafi raunar ekki verið auglýst að ráði síðan 2005.

„Þjónustan er gömul og fyrir kóróna var hún mjög lítið notuð því aðrar lausnir höfðu komið í staðinn. Núna þegar þetta ástand hefur skollið á er þetta orðin vinsæl þjónusta en það þýðir bara að hún á erfitt með að höndla álagið,“ segir Guðmundur Jóhannsson, upplýsingafulltrúi Símans, í samtali við mbl.is.

Eins og í samkomubanni

Það er aðeins ákveðinn fjöldi notenda sem getur nýtt sér þjónustuna í einu. „Hún hleypir bara inn eftir því sem losnar, eins og í samkomubanni. Ef hún er full þá bara komast ekki fleiri inn.“

Guðmundur segir ekki standa til að uppfæra þjónustuna, enda sé til aragrúi annarra fjarfundalausna. „Af því er til svo mikið af þjónustu sem uppfyllir nákvæmlega sömu þörf, og eru talsvert fullkomnari meira að segja, þá sjáum við enga ástæðu til að uppfæra hana. Við höldum henni uppi og pössum að hún hrynji ekki og þar við situr.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK