3,3 milljónir Bandaríkjamanna án atvinnu

AFP

Alls sóttu 3,3 milljónir Bandaríkjamanna um atvinnuleysisbætur í síðustu viku og hafa aldrei verið fleiri, samkvæmt nýjum tölum frá bandaríska atvinnumálaráðuneytinu. Ástæðuna má rekja til kórónuveirunnar og versnandi efnahagsástands í Bandaríkjunum. 

Vegna veirunnar hafa veitingastaðir, verslanir og hótel þurft að hætta starfsemi og eins eru flugferðalög nánast aflögð. 

Nánast hvert ríki Bandaríkjanna vísar í COVID-19 sem skýringu á aukningu á umsóknum eftir atvinnuleysisbætur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK