Ný streymisveita í boði á 599 krónur

Formúla 1 verður á Viaplay. Áskrifendur eru 1,6 milljónir.
Formúla 1 verður á Viaplay. Áskrifendur eru 1,6 milljónir. AFP

Nordic Entertainment Group (NENT Group), sem er leiðandi streymisveita á Norðurlöndum, mun hefja Viaplay-streymisþjónustu sína á Íslandi 1. apríl. Mánaðargjald verður 599 krónur. Streymisveitan verður í boði á netinu, líkt og Netflix, sem margir þekkja.

Í boði verður Viaplay-myndefni, -kvikmyndir og -þáttaraðir ásamt barnaefni. Íþróttir í heimsklassa munu bætast við með tímanum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá NENT Group.

Nýjar Hollywoodmyndir

Sem dæmi um Viaplay-myndefnið sem í boði verður við opnun eru þáttaraðir eins og Love Me, Those Who Kill og The Art of Living. Af kvikmyndum og sjónvarpsþáttaröðum má nefna Borg vs. McEnroe, Easy Money, Badehotellet og Grey's Anatomy. Viðskiptavinir geta einnig leigt eða keypt nýjustu Hollywood-myndirnar og norrænar metsölumyndir.

Af barnaefni má nefna þekkta þætti eins og Mia's Magic Playground, Hvolpasveitina, Dóru landkönnuð og Svamp Sveinsson.

NENT-samsteypan hefur samkvæmt tilkynningunni einnig tryggt sér einkaleyfi á Íslandi á sýningu eftirtalinna íþróttaviðburða: Formúlu 1, fótbolta og handbolta í þýsku atvinnudeildunum, WTA-tennis, Major League-hafnabolta, NASCAR-kappakstri og hollensku, dönsku og sænsku úrvalsdeild karla í fótbolta. Einnig verður í boði úrvalsdeild kvenna í fótbolta í Frakklandi, bikardeildin í fótbolta í Frakklandi, CONCACAF-þjóðakeppnin, Suðurameríkubikarinn 2021 og margt fleira. Allt Viaplay-myndefni og -barnaefni verður með íslenskum texta eða tali og völdu íþróttaefni verður lýst á íslensku.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK