Tryggð en samt ekki

Áður en faraldurinn hófst hlökkuðu margir til sólarlandaferða
Áður en faraldurinn hófst hlökkuðu margir til sólarlandaferða mbl.is/GSH

Öldruð hjón, sem töldu sig vera tryggð í bak og fyrir vegna pakkaferðar sem þau þurftu að afbóka sig í, eru nú send fram og til baka á milli ferðaskrifstofunnar sem þau keyptu ferðina af, Úrvals Útsýnar, og tryggingafélagsins sem þau eru í viðskiptum við, VÍS.

Báðir aðilar benda á hinn og er málið því í einkennilegri pattstöðu. Hjónin eru ekki tölvufær, og í sjálfskipaðri sóttkví vegna veikinda. Því hefur dótturdóttir þeirra séð um samskiptin við fyrirtækin.

Hún segist í Morgunblaðinu í dag ekki geta hugsað þá hugsun til enda ef afi hennar og amma hefðu þurft að standa sjálf í þeim samskiptum sem hún hefur þurft að sjá um fyrir þau, og telur að þau, og margir sem lendi í svipaðri aðstöðu, myndu hreinlega gefast upp og taka tapið á sig, ef ekki væri einhver til staðar eins og hún, sem gæti liðsinnt þeim.

Veiktust fyrir Covid-19

Í tilfelli hjónanna, sem eru á áttræðis- og níræðisaldri, veiktust þau áður en kórónuveirufaraldurinn fór af stað fyrir alvöru, og snýr afbókunin því ekki að faraldrinum.

Þau tilkynntu ferðaskrifstofunni afbókun ferðarinnar í lok febrúar, en ferðin kostaði tæpar 750 þúsund krónur samtals fyrir þau bæði. Auk þess lögðu þau fram læknisvottorð, eins og krafist var. Töldu þau að þar sem þau hefðu keypt sérstaka forfallatryggingu hjá ferðaskrifstofunni væru þau vel sett. Auk þess að vera með forfallatrygginguna voru þau tryggð hjá VÍS, með bestu mögulega tryggingavernd, að þeirra mati, í gegnum Platinum VISA-kort með tengingu við Icelandair, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK