Fleiri uppsagnir án útspils stjórnvalda

Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins.
Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins. mbl.is/Golli

„Kjarninn er sá að við erum að reyna að verja þessi 600 störf,“ sagði Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, í Morgunútvarpi Rásar tvö. 164 starfsmönnum Bláa lónsins var sagt upp í síðustu viku en Grímur sagði stöðuna fordæmalausa og að fyrirtækið yrði tekjulaust í apríl og líklega í maí.

764 starfs­menn störfuðu hjá fyr­ir­tæk­inu í fe­brú­ar síðastliðnum en fjöldi starfs­manna eft­ir aðgerðirn­ar verður um 600. 

Bláa lónið áætl­ar einnig að það muni nýta sér hlutastar­fa­leið rík­is­stjórn­ar­inn­ar og bjóða rúm­lega 400 starfs­mönn­um sín­um skert starfs­hlut­fall þar sem at­vinnu­leys­is­trygg­inga­sjóður greiðir hluta launa á móti fyr­ir­tæk­inu. 

Grímur sagði þessar aðgerðir nauðsynlegar til að koma Bláa lóninu í gegnum þá fordæmalausu stöðu sem uppi er vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Spurður hvort fyrirtæki eins og Bláa lónið, með góða eiginfjárstöðu, eigi að nýta sér þessar aðgerðir stjórnvalda, svarar Grímur því til að án útspils ríkisstjórnarinnar hefðu uppsagnirnar orðið fleiri.

„Við erum að vinna með ríkisstjórninni að verja þessi störf,“ sagði Grímur sem telur að útspil ríkisstjórnarinnar hafi verið mjög gott. Þorri þeirra starfsmanna Bláa lónsins sem fer á skert starfshlutfall fer í 25% starf.

Bláa lónið.
Bláa lónið. mbl.is/Árni Sæberg

Grímur sagði að eins og staðan er sé gert ráð fyrir því að árið verði Bláa lóninu erfitt, eins og öðrum ferðaþjónustufyrirtækjum. Ljóst sé að einhver fyrirtæki muni ekki lifa árið af.

Nánast allir viðskiptavinir Bláa lónsins, eða 98% gesta, eru erlendir og Grímur talaði um að það skipti því fyrirtækið máli hvernig gangi að stöðva útbreiðslu veirunnar úti í hinum stóra heimi. Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gærkvöldi að hann ætlaði að framlengja samkomu- og samgöngubann þar í landi út apríl og Bretar hafa talað um að ástandið geti orðið erfitt í hálft ár.

„Kjarni málsins snýst um hvenær löndin ná viðspyrnu,“ sagði Grímur.

Það verður ekki greiddur arður út úr Bláa lóninu á þessu ári. Grímur segir það ekki í samræmi við siðferði ef fyrirtæki sem nýti sér aðgerðir ríkisins greiði sér út arð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Kórónuveiran

30. maí 2020 kl. 14:00
-1802
virk
smit
1794
hafa
náð sér
0
liggur á
spítala
10
eru
látnir
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK