Flugfloti easyJet kyrrsettur

AFP

Breska flugfélagið easyJet hefur kyrrsett allan flugflota félagsins vegna kórónuveirunnar en vélar félagsins eru til reiðu fyrir björgunarflug eftir strandaglópum sem ekki komast til síns heima.

Í yfirlýsingu frá flugfélaginu kemur fram að þetta sé gert vegna ferðatakmarkana sem stjórnvöld hafi sett víða og að mörg ríki Evrópu hafi lagt útgöngubann á þegna sína. Á þessari stundu sé ekki möguleiki á að tilgreina hvenær vélarnar hefji sig til lofts að nýju. 

EasyJet hóf að kyrrsetja flugvélar sínar í síðustu viku en undanfarið hefur félagið flogið 650 björgunarflugsferðir og komið heim með yfir 45 þúsund viðskiptavini. Síðasta flugferðin var farin í gær og segja stjórnendur easyJet að áfram verði unnið með stjórnvöldum ef óskað er eftir frekari björgunarleiðöngrum. 

AFP

Forstjóri easyJet, Johan Lundgren, segir að starfsfólk flugfélagsins hafi boðið sig fram til þess að taka þátt í slíkum aðgerðum. „Ég er gríðarlega stoltur af því hvernig fólk sem starfar hjá easyJet hefur gert allt sem í þess valdi stendur á þessum krefjandi tímum,“ segir hann.

Starfsfólk easyJet mun fá 80% af launum sínum greidd næstu tvo mánuði en það er gert með stuðningi frá breska ríkinu og er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna atvinnulífsins.

mbl.is

Kórónuveiran

29. maí 2020 kl. 13:30
1
virk
smit
1794
hafa
náð sér
0
liggur á
spítala
10
eru
látnir
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK