Meirihluti andvígur bankasölu

Landsbanki Íslands.
Landsbanki Íslands. mbl.is/Halldór Kolbeins

Meirihluti þeirra sem tóku þátt í könnun sem MMR vann fyrir Öldu, félag um sjálfbærni og lýðræði, eru andvígir einkavæðingu Landsbanka og Íslandsbanka en 19% fylgjandi.

Í fréttatilkynningu frá Öldu kemur fram að mikill stuðningur er við að almenningur fái að taka þátt í að móta framtíðarskipan bankakerfisins á lýðræðislegan hátt áður en ákvörðun um einkavæðingu bankanna verður tekin.

Alda, félag um sjálfbærni og lýðræði, sendi forsætisráðherra bréf síðastliðið haust þar sem stjórnvöld voru hvött til að hefja ekki sölu á hlut ríkisins í Landsbanka og Íslandsbanka fyrr en að loknu vönduðu lýðræðislegu ferli þar sem almenningi yrði gefið tækifæri til að ákveða framtíð bankakerfisins með slembivöldu borgaraþingi, skoðanakönnunum og þjóðaratkvæðagreiðslu. Í könnun MMR, sem var gerð í febrúar, segjast 65% vera fylgjandi slíku ferli.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK