Stafsmannafundur hjá Isavia kl. 15

Frá Keflavíkurflugvelli.
Frá Keflavíkurflugvelli. mbl.is/Eggert

Boðað hefur verið til starfsmannafundar hjá Isavia kl. 15 í dag, en þar mun forstjóri félagsins fara yfir stöðu mála með starfsfólki á fjarfundi. Umferð um flugvöllinn hefur fallið gríðarlega undanfarna daga og vikur vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og hefur það haft mikil áhrif á tekjur flugvallarins.

Vísir.is hefur það eftir heimildum að rúmlega 100 starfsmönnum hafi verið sagt upp hjá fyrirtækinu og 37 boðið lægra starfshlutfall.

Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi félagsins, vildi ekkert staðfesta varðandi mögulegar uppsagnir í samtali við mbl.is.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK